HAMSKIPTI

picture_20.png

Hildur Yeoman og Saga Sigurðardóttir

29. október – 30. desember 2011 í Hafnarborg.

Mörkin milli listgreina geta verið óljós. Hönnuðir, arkitektar, ljósmyndarar, listamenn, grafískir hönnuðir
og fatahönnuðir vinna oft á þessum mörkum og nýta eiginleika ólíkra greina sem þó byggja allar að miklu
leyti á sjónrænni upplifun.

Á sýningunni Hamskipti er varpað ljósi á samvinnu þeirra Hildar Yeoman fatahönnuðar og tískuteiknara
og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara sem eiga að baki ólíkan feril úr tískuheiminu. Þær hafa báðar vakið
verðskuldaða athygli fyrir verk sín og skapað sér nafn hvor á sýnu sviði bæði hér á Íslandi og erlendis.

Sýning þeirra í Sverrissal sameinar litríka og djarfa hönnun Hildar og ævintýralegar ljósmyndir Sögu í
tjáningarríkri og lifandi innsetningu. Þær byggja upp stemningu með áferð, litum og hljóði sem búa til
sterka sjónræna upplifun og kallast á við tíðarandann. Grunnstef sýningarinnar tilheyrir heiminum undir
yfirborði sjávar þar sem takturinn er mjúkur og líðandi, en jafnframt kaldur og dimmur. Þar er að finna
ævintýralegan heim goðsagna sem búa á mörkum hins raunverulega og óraunverulega. Efniviðurinn og
litanotkun endurspeglar heim undirdjúpsins og áhorfandinn stendur frammi fyrir veröld sem er senn í
mótun eða í miðjum straumi tískunnar á augnablikinu þegar eitthvað nýtt verður til.

Hildur og Saga hafa áður verið í samstarfi en þær settu saman sýningu sem bar titilinn Álagafjötrar í
Gallery Kling & Bang 2010. Skærir litir, rómantík og nostalgia einkenna verk þeirra þar sem íslensk náttúra
og handverkshefð mæta tíðaranda tískunnar og áhrifa gætir frá ýmsum áttum eins og kvikmyndum,
klassískum málverkum, tónlist svo eitthvað sé nefnt. Á þessari sýningu taka þær samstarfið skrefi lengra
og hafa unnið videoverk og lifandi innsettningu. Tónverkið á sýningunni er eftir Þórð Sigurðsson.

Sýningin opnar á laugardaginn 29.10 kl.15

Ekki missa af þessu!!

x, hilrag. 

 

 

x, hilrag. 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband