Hildur Yeoman & Kron Kron

Á menningarnótt verður uppi heljarinnar húllumhæ í versluninni Kronkron að Laugavegi 63b.
Ný vetrarlína Kron by kronkron verður komin í hús og ætlar Hildur Yeoman að sýna nýja fylgihlutalínu sína, Cherry Bomb collection.
Hildur ætlar að stílesera gluggann og leiðir þar saman Kron by kronkron og hönnun sína á skemmtilegan hátt.
Hún sýnir einnig ljósmyndaverk sem unnin voru af henni og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara í tengslum við Cherry Bomb línunna.

Gleðin mun standa yfir allan daginn og langt fram á kvöld.
Um kvöldið verður jafnframt lifandi tónlist, en jassgeggjararnir í Tríó Bók munu munu gleðja gesti og gangandi.
Um kvöldið verður einnig dregið í happadrætti þar sem vinningar eru ekki af verri endanum, en það verða vinningar bæði frá Kron by kronkron og Hildi yeoman.
Opið verður frá kl: 10.00 - 22.30 og eru allir velkomnir.

 

5773533573_3630cfdaa3_b.jpg
 
5774067524_da6e9d464b_b_1104744.jpg
 
5774076200_0765f44903_b.jpg
 
roooosalega spennt að sjá þetta! 
 
ekki missa af þessu :) 
 
x, hilrag. 

 


Bloggfærslur 17. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband